Leita í fréttum mbl.is

Kaloríulaust sjónvarpskonfekt.

Hættir til að hafa logandi á sjónvarpinu en fylgjast ekkert með.  Ábyggilega óhollt, eins og allt er að verða í seinni tíð.  Var svo lánsamur að hrökkva í samband tvisvar á einum sólarhring, mér til mikillar ánægju og fróðleiks.

Pétur Tyrfings. í miklu stuði ræða dulbúnar skottulækningar og allt þetta húmbúkk sem nú er í gangi, t.d. lithimnulesara, dáleiðslufræðinga, höfuðbeinafólk, heilarar, birkiöskuætur, rope-jóga og hláturjóga o.s.frv. o.s.frv.  Áður var þetta einfalt, konur sem spáðu í bolla og svo einstaka miðill.  Svo er það heilsuefnafárið sem veltir stjarnfræðilegum upphæðum.  Pétur er mælskur og rökfastur og skiljanlegt að höfuðbeinafólkið hafi ekkert viljað við hann tala í sjónvarpssal.  Áfram Pétur!

Eitthvað togaði mig að bókaþætti Egils Helga., en þar er ekki bara verið að velta sér upp úr jólabókaflóðinu og auglýsa.  Fróðlegt að heyra Einar Má Jónsson í Svartaskóla lýsa tískusveiflum í hugmyndafræði. Las dóm um nýju bókina en var engu nær, en ætla nú að lesa hana.  Þetta gæti orðið góður þáttur hjá Agli, en maður var búinn að fá meira en nóg af Agli í því að kreista eitthvað úr blóðlausum pólitíkusum. 

Svo sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir frá uppáhaldsbók sinni, Karamazov-bræðrunum, sem hún hafði lesið fyrir 15 árum.  Ég öfunda fólk sem man eitthvað, en minnisleysi mitt hefur þó þann kost að ég þarf ekki að eiga nema 10 bækur, auðvitað allt meistaraverk, sem ég les reglulega og koma alltaf jafn skemmtilega á óvart. 

Það var meiriháttar axarskaft hjá vinstrigrænum að veita ekki Guðfríði Lilju verðugt brautargengi fyrir kosningarnar í vor, þessari snjöllu og skemmtilegu konu, sem auk þess er hámenntuð í frægustu háskólum heims. Þau hefðu betur losað sig við eitthvað af þessum körlum sem orðnir er að talvélum, t.d. Ögmund sem virðist telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að hann tjái sig um allt sem gerist á milli himins og jarðar. Þeir eru orðnir leiðinlegri en Hjörleifur Guttormsson var orðinn og svo er þeir að sjálfsögðu á móti öllu.

p.s. þær eru fallegar haustlitamyndirnar frá Þingvöllum í Fréttablaðinu í dag.  Þetta allt ætlar Bláskógabyggð og frú Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisbani að eitra með Gjábakkavegi.  Sorglegt. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Viðar,

Guðfríður Lilja hefði sómt sér vel á þingi en mér finnst nú Ögmundur alveg pottþétt eiga að vera þar líka.  Við þurfum bara að ná fleiri atkvæðum

Hvað Gjábakkaveg varðar þá er því máli ekki lokið.  UNESCO er núna með málið í sínum höndum. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 7.10.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

Hvert ert þú eiginlega???? Viðar Jónsson?? Hvernig hefur þú það í dag? Og hvernig gengur þér að vinna í þínum málum?

Bjarni Daníel Daníelsson, 11.10.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband