Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vonbrigði með Dylan-hljómleikana

Fór að sjálfsögðu að sjá og heyra minn uppáhalds tónlistarmann (hver fann eiginlega upp þetta ömurlega orð ,,söngvaskáld"?). Ég var á sæmilegum stað og fannst bandið auðvitað hörkugott, mikið rokk og sándið fínt. Dylan spilaði bara á hljómborð, og náttúrulega á munnhörpu, en ég saknaði gítarsins ekkert þótt hann sé frábær gítarleikari eftir 50 ára æfingar.  Trommarinn alveg rosalegur. Þeir hefðu geta verið tveir einir, hann og Dylan.

En sándið á söngnum var alveg glatað. Þetta var bara urg og vonlaust að heyra texta þótt maður þekkti vel lögin. Þetta lagaðist aðeins þegar þeir drógu úr rokkinu og tóku nokkur róleg lög af nýjustu plötunum. En þetta hlýtur að hafa átt að vera svona, því ekki vantaði græurnar og 30 manna starfslið, að því er sagt var. Mér fannst þetta synd því Dylan er mjög góður söngvari.

Ég fór um daginn að hlusta á Rufus Wainwright, þann fína söngvara, hann var einn í Háskólabíói. Þar var ótrúlega góður hljómur, maður heyrði alveg ofan í lungu á honum. En ef til vill er þetta ekki sambærilegt.

En auðvitað gaman að sjá verðandi nóbelsverðlaunahafa, meistara Bob Dylan.

 


Hryllingur í Hafnarfirði

Hvað segir fólk um hryllingsmyndina á forsíðu Moggans frá Hafnarfirði, þar sem búið er að byggja risagáma og eyðileggja ánægju fólks með að búa í fallegasta hluta bæjarins. Þarna er bæjarstjórnin í hernaði gegn íbúunum. Er ekki einhver sem á dínamít?

Hef alltaf talið það vera sjálfsskaparvíti að búa í dreifbýlinu, en nú get ég ekki annað en kennt í brjósti um Hafnfirðinga. Það er ekki nokkur skynsamleg hugsun í þessu. Það hefði ekki verið verra að byggja álver þarna.


Græna slímið

Samfylkingin hefur stofnað áfallahjálparhóp fyrir Þórunni umhverfisráðherra sem kallast Græna slímið, eða var það Græna netið? Markmiðið er að hugga Þórunni alltaf þegar hún segir já við öllum skemmdarverkum gegn íslenskri náttúru, gegn betri vitund verður maður að trúa.

Staksteinar eiga ekki nógu sterk orð til að dásama Jóhönnu Sigurðardóttur, og fyrir hvað? Fyrir að þora að fylgja sannfæringu sinni. Skrýtið að það skuli þykja undur og stórmerki að alþingismaður fylgi sannfæringu sinni eins og hann hefur heitið að gera.

Nú ætlar Græna slímið í rútu á Þingvöll á morgun að kynna sér Gjábakkaveg við Þingvallavatn. Hverju mun það breyta? Þórunn er þegar búin að segja já og bestu vatnalíffræðingar landsins, heimsþekktir vísindamenn, hafa séð sig tilneydda að stefna ráðherranum til að hindra eitrun Þingvallavatns sem er friðað!

Það er aldrei of oft farið til Þingvalla og þar opnast náttúran fyrir manni.  Hvernig verður það þegar vatnið er orðið grænt eins og vísindamenn segja hættu á? Í tærustu vötnum heims sést niður á 5 m dýpi, en niður á 25 m dýpi í Þingvallavatni. Eitt af því fjölmarga sem gerir vatnið að náttúruundri.

Það gott og blessað að fara í rútuferð en það verður einfaldlega að fara að ráðum vísindamanna og skila náttúrunni óspilltri til barnanna.

Hvort heldur fólk að þingmenn á Suðurlandi, t.d. Árni Johnsen, Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, meti meira náttúruna eða atkvæðin?


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband