Leita í fréttum mbl.is

Lítil saga úr apótekinu.

Bý við þau leiðindi að þurfa að taka inn helling af lyfjum, en því miður ekkert af þeim lyfjum sem ég hefði ef til vill áhuga á að taka.  Það eru að sjálfsögðu margir í þessum sporum.  Þessu fylgir einhver kostnaður, en ég kvarta ekki yfir Tryggingastofnun því ég get unnið fulla vinnu, en ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta getur verið erfið barátta fyrir þá sem hafa lægstu launin.

Ég hef reynt að kíkja á verðkannanir í lyfjaheiminum og verslað í þeim apótekum sem eru lægst, t.d. í Lyfjaveri og Rimaapóteki.  Lyf, sem hafði kostað 3-4 þúsund, var allt í einu ókeypis í Lyfjaveri fyrir nokkrum misserum og hefur verið síðan.  Ég var ekkert óánægður með þetta og vildi ekkert vera að mótmæla við þessar sætu afgreiðslustúlkur.  Og líður nú tíminn.

Þá gerist það að heimilislæknirinn stingur upp á að senda lyfseðilinn í Lyfjaval og ég jánka því.  Jæja, þegar kemur að því að borga áttaði ég mig á því, þó ég kunni ekkert að fara með peninga, að þetta var meira en ég átti von á.  Ég þrasaði smá, reyndi þó að stilla mig, og í ljós kom að ég átti að borga yfir 4 þúsund fyrir fyrrnefnt lyf.  En allt í einu varð það ókeypis og því borið við að starfsstúlka hefði gert mistök.  Gott og vel, en stuttu síðar kvartaði kona í dagblaði yfir lyfjaokri í þessu sama Lyfjavali og þá var kennt um mistökum starfsstúlku.  Þægileg lausn. 

Flestir þekkja orðið viðskiptasiðferðið hjá lyfsölukeðjunum tveimur, og ekki af góðu.  Þær gera litlu apótekunum ,,tilboð sem ekki er hægt að hafna":  Þú selur okkur apótekið, ef ekki, þá opnum við apótek hér við hliðina og lækkum verðið þar til þú gefst upp, en þá færðu að sjálfsögðu minna fyrir það og verður að skrifa undir að þú minnist ekki á þetta við nokkurn mann.  Minna má á hetjulega baráttu konu sem rak apótek í Eyjum við risana, en treysti sér skiljanlega ekki til að eyða mörgum af þessum örfáu árum sem okkur er úthlutað, í svona mannskemmandi stapp.  Ungur maður flutti í heimahagana á Skaganum og opnaði apótek, en þá vildi svo til að verð snarlækkaði hjá hinum.  Hann kærði. 

Fólk verður að reyna að styðja litlu apótekin.  Þetta eru aðferðir sem mafían hefur lengi notað með góðum árangri og félagar í henni eru glæpamenn.  Ég bind vonir við nýja heilbrigðisráðherrann þangað til annað kemur í ljós.

Fyrir nokkrum dögum neyddist ég til að láta senda lyfseðil fyrir margnefnt lyf í Lyfju því að þar er opið að kvöldi til.  Ég veit ekki af hverju ég átti ekki von á góðu, en ókeypislyfið kostaði þar 2,900 kr.  Lyfjafræðingurinn sagði að það hefði aldrei verið ókeypis hjá þeim og ég benti á að það væri vegna þess að þau væru mestu okrararnir og gætu bara átt þetta lyf.  Ég var sæmilega kurteis og rólegur og held ég sé eitthvað að þroskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þú hefur alveg rétt fyrir þér.  Þetta eru krimmar.  Borgar sig að styðja litlu apótekin.  Með kærri kveðju, Ingibjörg Elsa

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 18.10.2007 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband