Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Verðugur er verkamaðurinn launanna.

Ýmsir eru órólegir yfir netinu þessa dagana.  Fréttablaðið talar um vefræningja, Páll Óskar óttast að launin fyrir nýju plötuna fari í vaskinn og eitthvað batterí sem heitir Samtónn virðist hreinlega ætla að slökkva á netinu.  Það er hið íslenska Istorrent sem menn eru að pirra sig á.

Það eru hundruð eða þúsundir torrenta á netinu þar sem fólk getur sótt bíómyndir, tónlist, forrit og sjónvarpsefni, löglega eða ólöglega.  Þegar fólk er með nettengingu hjá t.d. Símanum, Hive eða Vodafone, er því úthlutað ákveðnu gagnamagni sem það má hlaða niður frá útlöndum, en dýrustu tengingunum fylgir ótakmarkað gagnamagn.  Þeir sem hafa t.d. hlaðið niður bíómyndum að utan, vita hve hraðinn er ömurlega lítill og þetta getur tekið óratíma, jafnvel með dýrustu tengingunni.  Fyrrnefnd fyrirtæki nota síur til að takmarka hraða notenda, en þeir viðurkenna það auðvitað ekki.

Istorrent er ósköp venjulegur torrent og ekkert sérlega merkilegur.  En það sem gerir hann svona rosalega vinsælan, er að allt niðurhal af honum telst innlent niðurhal og er því ótakmarkað.  En byltingin felst í hraðanum, á Hive hafði ég mest sér ca. 70 en á Istorrent ca 800.  Enginn smá munur.  Niðurhal á 2 klst efni gæti tekið ca 50 mín.  Það er mikill plús að hafa Istorrent og þurfa ekki að láta stórfyrirtækin skammta sér.

 

Auðvitað er listamaðurinn verðugur launanna.  Þetta mál leysist ekki með því að vera með einhver leiðindi út í Istorrent, það eru breyttir tímar og þetta er alheimsvandamál.  Sumir segja að hluti ungs fólks hafi aldrei stígið fæti inn í plötubúð.

Að lokum dæmi:  Hin heimsfræga hljómsveit Radiohead gaf á dögunum út plötu á netinu, fólk gat sótt hana frítt eða borgað það sem það vildi fyrir hana.  Á sama tíma var nýja plata rokkarans Bruce Springsteen á toppi bandaríska vinsældalistans.  Radiohead græddu meira.  Nýr tími.


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband