Leita í fréttum mbl.is

Gufa í umhverfisráðuneyti!

Nei, það er ekki átt við að raki sé í ráðuneytinu.  En það fór því miður eins og hér var spáð, að frú Þórunn þyrði ekki að gera neitt sem gæti valdið teiknibólu í ráðherrastólnum.  Hún ætlar að hefja eyðileggingu Þingvallavatns með lagningu Gjábakkavegar.  Hún tekur ekkert mark á viðvörunum virtustu vísindamanna.

Því er borið við, að vitlaus ráðherra hafi þegar tekið ákvörðunina, að hin auma Þingvallanefnd, sem Alþingi kýs til að vernda Þingvelli, hafi ekki gert athugasemd við vegagerðina því hún hafi ekki skipulagsvald! (má þó skipuleggja klósettin á Hótel Valhöll).  Svo er greinilega tekið mark á þeirri þvælu sem gáfnaljósin í forystu Bláskógabyggðar bera fram sem rök fyrir vegagerðinni.

Fólk býst ekki við miklu af stjórnmálamönnum nú til dags, hvorki að þeir hafi hugsjónir né breyti samkvæmt samvisku sinni.  Margir þeirra standa í þeirri trú að þeir séu hugsjónamenn, en hugsjónir eru látnar víkja þegar um eigin hagsmuni eða flokksins er að tefla.  Ég leyfi mér að efast umfrú Þórunn hafi farið eftir samvisku sinni, en þegar ekki fæst stuðningur við það eina rétta er ekki annað að gera en segja af sér, að öðrum kosti mun hún sitja uppi með skömm á meðan land byggist. 

Hef aldrei getað lært vísu, en rembdist við að muna eina sem ég heyrði fyrir mörgum áratugum, því mér fannst mikið liggja við, kannski var hún svona (frúin gæti reynt að hafa hana yfir verði hún andvaka): 

Landið er selt og svikið / svívirðing aldrei dvín / það þarf ekki að þykja mikið / þótt Þingvellir hefni sín.  

Það er bannað með lögum að spilla Þingvöllum og Þingvallavatni.  Það er hafið yfir allan vafa.  En þrátt fyrir það hefur skapast þetta hættuástand.  Hefur þá ekki átt sér stað lögbrot?  Einhver mundi segja að það lægi í hlutarins eðli.  Einnig leikur grunur á að áliti og varnaðarorðum vísindamanna hafi verið stungið undir stól í ráðuneytinu, og mætti ekki ætla það sé lögbrot þegar um er að ræða umhverfisráðuneyti?  Vonandi fara þessir vösku vísinda-og náttúruverndarmenn með þetta nauðgunarmál gegn náttúrunni fyrir dómstóla.

En þeir þurfa stuðning.  Hvar er nú Framtíðarlandið?  Eru þau föst í Hálslóni, en það er því miður orðinn hlutur?  Landvernd segist vera búin að gera allt.  Það væri liðsauki í baráttumanninum Ómari Ragnarssyni.  Þú gætir örugglega látið gott af þér leiða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband