Leita í fréttum mbl.is

Páfinn tekur Jón Gnarr í tölu dýrlinga!

Það kom nokkuð á óvart þegar Vatikanið tilkynnti þessa ákvörðun í dag.  Þó höfðu verið raddir um að eitthvað slíkt væri í vændum.

Jón Gnarr er ómetanlegur.  Hann er snilldarhúmoristi og frábær leikari og hefur haldið lífinu í þjóðarsálinni á þessum hundleiðinlegu krepputímum.  Þetta sá páfinn auðvitað þó að þetta hafi farið öfugt ofan í villuráfandi sauði hans á Íslandi.

Án þess að ég vilji hella olíu á elda þeirra trúarbragðastríða sem nú eru í gangi (eins og alltaf), vil ég minna á að trúarbrögð eru blekkingar, kristni sem og islam, en það getur verið þægilegra að lifa í blekkingu.  Dauðinn er ekkert spennandi og paradís hljómar ekkert illa.  En er það eðlilegt að ríkisvaldið standi fyrir slíku, en auðvitað getur hver maður trúað því sem hann vill.

En af hverju þarf allt sem kemur frá biskupnum og kirkjunni og sértrúarsöfnuðum að vera svona leiðinlegt og húmorslaust?  Eins og að trúarbrögð séu eitthvað grafalvarlegt mál?  Jón Gnarr heldur í manni lífinu - dýrmætur dýrlingur.

Ef ég kynni að teikna myndi ég teikna Múhameð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þessi orð varðandi Jón Gnarr, hann er ómetanlegur.

Ragnheiður J. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 19:47

2 identicon

Sánkti Gnarr hljómar ekki verr en hvað annað. Kannski er Jón þessi síðasti heilbrigði maðurinn á Íslandi. - Samt ósammála um Paradís, hef fengið að kíkja þar inn!

Almann Bróðir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Viðar Jónsson

Kerlingin henti nú sálinni hans Jóns míns inn um hliðið.  En það hefur ekki fréttst meira af henni.  Vonandi allt endað vel.

Viðar Jónsson, 7.6.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband