Leita í fréttum mbl.is

Guðrún og Tarkovsky

Það eru helst ótrúlegar tilviljanir sem geta valdið því að ég efist um að þetta sé allt ein stór tilviljun.  Nýlega keypti ég á netinu, nánar tiltekið í Hong Kong, pakka með öllum myndum Andrei Tarkovskys, hins mikla meistara kvikmyndanna.  Þetta eru 8 myndir, kostuðu 600 kr. þar en alls 4000 kr, sjálfsagt einhver sjóræningjaútgáfa.  Ég tel að netið sé ekki ofmetið. Ég horfði fyrst á útskriftarmyndina frá 1960, Valtarinn og fiðlan, falleg  ,,barnamynd" sem er 45 mín. og gerist í góðu samfélagi sósíalismans.  Þá byrjaði ég á Fórninni, sem var síðasta mynd Tarkovskys, gerð í Svíþjóð 1986.  Í henni er mikið talað, en ég hef lítið hlustað á sænsku í seinni tíð og gat ég haft franskan texta og var það skárra.

Ég var búinn að vera að skoða ýmsa hluta nokkur kvöld í vikunni en átti endinn eftir þegar svo vill til á laugardaginn að í Lesbókinni birtist einstakt viðtal við hina hógværu stórleikkonu, Guðrúnu S. Gísladóttur, sem einmitt leikur eitt aðalhlutverkið í Fórninni.  Viðtalið var um þá reynslu hennar og var eins og að maður hefði fengið að vera viðstaddur upptökurnar.  Myndin er mikið listaverk og er vart hægt að hugsa sér að kvikmyndataka geti orðið betri.  Tarkovsky lést stuttu eftir frumsýningu myndarinnar, 54 ára gamall, og hafði þá aðeins gert 7 (8) myndir.  Sovétkerfið reyndist honum erfitt. Til samanburðar mætti nefna, að hinn þýski Fassbinder, sem lést 37 ára, gerði 40 myndir.  Svo er það spurningin um magn og gæði.  Guðrún er mikill listamaður og þó að ég þekki ekki mikið til í leikhúsi, sá ég hana í Bakkynjunum í vetur, umdeildri sýningu, og bar hún af.  Að leika aðalhlutverk í mynd eftir Tarkovsky hlýtur að vera einn mesti frami íslensks leikara.  Það verður að fara að sýna Fórnina aftur hér, ásamt öðrum myndum Tarkovskys því hann virðist vera æ meira metinn.  Þetta var sérlega ánægjuleg og fróðleg tilviljun.  Kannski að það sé eitthvað....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband