Leita í fréttum mbl.is

Íþrótt eða ekki íþrótt

Jæja, þá er Alfreð Gíslason kominn undan feldinum og sagði já.  Þetta mun gleðja marga og afrek í íþróttum hafa góð áhrif á þjóðarsálina.  Þó vel hafi gengið í handboltanum síðustu árin virðumst við ekki hafa náð okkur ennþá eftir áfallið mikla þegar heimsmeistaramótið var haldið hér, sællar minningar.  Er það sambærilegt við 14-2?  Hún er a.m.k. næstum horfin þessi mikla stemming sem var svo oft í Höllinni, en tímarnir breytast.  Það er ekki algengt, hvorki í handbolta né fótbolta, að landsliðsþjálfarar beri gæfu til að hætta á toppnum.  Það gerist ekki fyrr en allir eru farnir að tala illa um þá og búnir að steingleyma öllum góðum árangri.  Laun heimsins...  Þó er a.m.k. ein undantekning, það var þegar Helena fagra, landsliðsþjálfari kvenna var rekin.  Hún hafði náð frábærum árangri og var þetta óskiljanleg ákvörðun.  Kannski var þetta ekki allt slétt og fellt hjá Eggerti og co.  En Alfreð er okkar maður.

Á tímum stöðugs og þreytandi hávaða var gleðilegt að heyra um væntanlega keppni í hvísli.  Þetta gæti orðið holl hugaríþrótt og ég spái því að fljótlega spretti upp hvíslkennarar og hvíslstúdíó, sbr. jógakennara og jafnvel hláturjógakennara.  Þó svo að þessi hugaríþrótt, hvíslið, brenni ekki eins mörgum kaloríum og færiböndin í heilsuræktarstöðvunum, er þetta verðlaunahugmynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband