Leita í fréttum mbl.is

Þórunn sekkur dýpra í mengunarfenið

Þórunni, sem er orðin umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins, virðist algjörlega fyrirmunað að gera nokkuð sem kemur íslenskri náttúru vel.  Er hún ekki að vinna gegn umhverfinu sem fulltrúi Reyknesinga? Álver í Helguvík hlýtur að renna ljúflega niður hjá kjósendunum. 

Er ekki alveg fáránlegt að vona að hún lyfti litlafingri til að koma í veg fyrir eitrun Þingvallavatns.  Hún hefur orðið sér til stórskammar hjá Heimsminjaskrá og svo er vísindasamfélagið að draga hana fyrir dómstóla fyrir að leyfa eyðingu náttúruundurs sem er friðað.

Eingöngu til þess að þessir fábjánar í Bláskógabyggð geti selt fleiri sumarbústaði.  Þeir segja stoltir að bústaðirnir séu orðnir 2200.  Heldur einhver t.d. að fleiri flytji að Laugarvatni þó hægt verði að komast þangað á 90 km hraða í stað 80?  Allur þrýstingurinn á að gefa skít í Þingvallavatn kemur frá vonlausum forsvarsmönnum Bláskógabyggðar og þingmönnum þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæll Viðar. Ertu nú viss um að Þórunn sé umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Nei, það held ég ekki. Samfylkingunni er alveg nákvæmlega sama hvern hún styður eða ekki. Bara að ná völdum og eyða og spenda helzt um efni fram eins og þetta helvítis pakk gerði hérna í borginni. Þetta fólk er svo tækifærissinnað að það myndi selja ömmu sína til þess að komast til valda. Ég tek það fram að ég er ekki sjálfstæðismaður og verð aldrei, en því síður Samfylkingarbjálfi. NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

Bumba, 3.4.2008 kl. 23:22

2 identicon

Blessaður og sæll.

Hver otar sínum tota. Hvaða máli skiptir eitt af fegurri svæðum heims þegar völdin eru annars vegar? Bílstjórarnir ættu nú að gefa Þingvöllum eitt almennilegt flaut! En þeir hafa víst meiri áhyggjur af hinu svarta gulli heldur en því gulli sem ekki verður vegið á vogarskálum mannanna.

Ingveldur Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband