Leita í fréttum mbl.is

Þingvellir af Heimsminjaskrá?

Ég sagði frá því í síðasta bloggi að ég hefði gerst svo djarfur að senda tölvupóst til Dr.Mechtild Rössler, yfirmanns hjá Heimsminjaskrá UNESCO. 

Ég sagði frá viðvörunum vísindamanna vegna breytinga á Gjábakkavegi og einnig frá nýlegum upplýsingum um alvarlega kvikasilfurseitrun í urriðanum, að öllum líkindum frá Nesjavallavirkjun. 

Ég sagði einnig frá viðbrögðum yfirvalda sem ber skylda til að vernda þetta friðaða svæði: Umhverfisráðherra segir ekki ég, Þingvallanefnd segir ekki ég, Nesjavallavirkjun segir ekki ég, Bláskógabyggð segir ekki ég, o.s.frv.

Ég fékk strax svar frá Heimsminjaskrá þar sem þeir segjast fylgjast vel með þessu máli.  Það var gott að heyra það.  Ég lét svarið berast til 24stunda, en þar hefur undanfarið verið vönduð umfjöllun um mengun í Þingvallavatni. 

Nú hafa 24stundir rætt við Dr.Rössler og fréttin er komin á forsíðuna á blaðinu í dag!  Húrra fyrir 24stundum!!  En við verðum að fara að láta heyrast okkar rödd.

Og auðvitað:  Tíbet, Tíbet!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott að lesa þetta.

María Kristjánsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband