Leita í fréttum mbl.is

Bláskógabyggðarbull.

Greindarvísitala leiðtoga Bláskógabyggðar virðist vera langt fyrir neðan það sem eðlilegt má teljast.  Oddvitinn segir, í tilefni af því að vatnalíffræðingur varar við því að mengun frá Gjábakkavegi muni spilla framtíðarvatnsbóli höfuðborgarsvæðissins, að vegurinn hafi verið ein af forsendum sameiningar sveitarfélaga í Bláskógabyggð. 

Hvaða máli skiptir það þegar um er að ræða verndun Þingvallavatns?  Hann talar um að 3 börn þurfi að sitja lengi í skólabíl og skilur greinilega ekki að hægt er að hafa skóla nær heimilum þeirra. 

Hann kallar álit Péturs M. Jónassonar, fyrirverandi forseta Alþjóðasamtaka vatnalíffræðinga og prófessors við Kaupmannahafnarháskóla, sem varað hefur við Gjábakkavegi, sleggjudóma! 

Oddvitanum, Margeiri Ingólfssyni, finnst lágmark að menn sýni fram á það sem þeir eru að tala um með rannsóknum!  Á þá fyrst að eyðileggja vatnið svo að hægt sé að rannsaka skaðann?  Þessu liði í Bláskógabyggð er greinilega ekki sjálfrátt að vilja stuðla að umhverfisslysi.

Þetta sveitarfélag ætti að skipta um nafn og heita Sumarbústaðabyggð.  Að lokum legg ég til að Bláskógabyggð verði lögð í eyði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband