Leita í fréttum mbl.is

Bob Dylan fær Nóbelsverðlaunin!

Mikið væri nú ánægjulegt að sjá þessa fyrirsögn ofarlega á forsíðu Moggans!  Jafnvel þótt það væri aprílgabb.  Dylan er einn mesti listamaður samtímans.  Besti lagasmiður síðustu áratuga og textarnir, sem hafa verið aðalsmerkið, verða æ betri.  Dylan er stórskáld.  En þetta vita nú allir.  Ég fékk fyrsta umtalsverða músik-kikkið þegar ég hlustaði á fyrstu Stones-plötuna með stúlku sem heitir Álfheiður og stal svo frá henni plötunni.  Er ennþá með samviskubit.  Nú er ég því miður löngu hættur að fá kikkið, nema þegar nýtt kemur frá Bob Dylan og síðast mátti maður bíða í heil fimm ár!

Sennilega eru orður, titlar og verðlaun einungis eftirsókn eftir vindi.  Skýrt dæmi eru Oskarsverðlaunin, en ótrúlega margar lélegar myndir hafa fengið þau eða verið tilnefndar, og er meira að segja íslenskt dæmi um það.  Þessi verðlaun snúast eingöngu um peninga.  Nýlegt dæmi um fáránleikan er að leikkonan Laura Dern, sem lék frábærlega í myndinni Inland Empire eftir David Lynch, var ekki einu sinni tilnefnd þótt Lynch hafi að mér skilst, staðið með belju í bandi á fjölförnum stað til að vekja athygli á leikkonunni.  David Lynch hefur alltaf verið sérstakur.

Að lokum legg ég til að Bláskógabyggð, sem hefur þá stefnu að eyðileggja Þingvallavatn svo að þeir geti selt fleiri lóðir undir sumarbústaði, verði lögð í eyði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér með Bob Dylan.  Textarnir hans eru hrein snilld.  Don´t think twice it´s alright er einn allra besti ástarsöngur sem hefur verið saminn.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband