Leita í fréttum mbl.is

Chernobyl = 400 Hirosimasprengjur.

Það tók svo á að skrifa um yfirvofandi ógn við Þingvallavatn um daginn, að ég hef ekkert bloggað síðan.  Ég held að ég hafi fengið snert af fjölnismannafíling.  En sum umhverfisslysin gera ekki boð á undan sér, og þó. 

Ég var að komast að því að ég vissi sáralítið um Chernobyl, reyndar eins og flest annað.   Það sem gerðist þar var eitthvað á þá leið, að gera átti tilraun með öryggiskerfi í kjarnorkuverinu, en þegar hún fór að ganga illa var hætt við.  Þegar næturvaktin kom, en hún hafði minni reynslu, vissu þeir ekki að hætt hafði verið við og allt fór að fara úr böndunum, kælingin gekk ekki, og daginn eftir varð sprengingin, þann 26.apríl 1986.  Þetta er mesta umhverfisslys sögunnar og það er langt frá því að því sé lokið.  Það kviknaði í og á 10 dögum barst út geislavirkni sem jafngilti 400 Hirosimasprengjum yfir a.m.k. 150 þúsund ferkílómetra.  Það komu fljótt 200 þúsund ungir hermenn en alls er talið að um 800 þúsund manns hafi unnið að hreinsuninni.  Hefðu viðbrögðin verið svona á vesturlöndum?  Nú er sagt að þau séu öll veik og að börn þeirra látist mörg ung.  Menn tóku af sér grímur vegna hitans, konur þvoðu hlífðarföt í höndunum o.s.frv.  Nú er sagt að 212 þúsund hafi dáið og talið að 93 þúsund hafi látist úr krabbameini.  Sem dæmi þá missti Hvíta-Rússland 25% íbúanna í heimstyrjöldinni, nú þjást 20% vegna Chernobyl og það deyja 2 á dag, þriðjungur landsins er mengaður.  Lýsingar á vansköpun barna og sjúkdómum eru svo hrikalegar að það er ekki hægt að hafa það eftir.  Það hefur fundist vansköpun í 18 kynslóðum fugla.  Geislavirkni í trjám er enn að vaxa.  Í Bretlandi eru enn hömlur á mjólkurframleiðslu á 375 býlum sem liggja hátt, t.d. í Snowdonia og Lake District, eftir 21 ár!   Víða á ,,dauðasvæðum” býr enn veikt fólk með veik börn, neitar að fara, sér engan tilgang í því.  Er þetta nýr raunveruleiki?  Einhver sagði, að eftir Auschwitz er maðurinn sá sami og fyrir Auschwitz.  Á það við um Chernobyl?  Bent hefur verið á að siðmenning óttans sé að breytast í siðmenningu stórslysa, framfarirnar hættulegar fyrir mannkynið og náttúruna.  Fellibyljir og flóð valda svipuðu tjóni og stríð.  Nú þegar afleiðingar hinnar rosalegu mengunar af völdum olíu og kola eru farnar að blasa við, segir enginn neitt þegar á að reisa ný kjarnorkuver.  Ef til vill verður hægt að skjóta geislavirkum úrgangi út í geiminn og byrja að menga þar, það er a.m.k. smá pláss þar.

Söfnuður rétttrúaðra gyðinga´(CCOC) hefur undanfarin ár flutt um 2500 6-12 ára börn frá Chernobyl-svæðinu til Ísrael í um 70 flugferðum.  Börnin munu ekki snúa aftur.  Verða börnin að vera gyðingar?  Foreldrar fara ekki með, ástandið hlýtur að vera slæmt þegar foreldrar samþykkja þetta.  Söfnuðurinn kvartar mikið yfir hægfara skrifræði við að fá leyfi fyrir börn.  En er það ekki niðurlæging fyrir stjórnvöld að viðurkenna að þau séu ófær um að hugsa um veik börn?   Í Hvíta-Rússlandi, t.d., þá hrópar Lukasjenko forseti á peninga og aðstoð í öðru orðinu, en segir að allt sé í lagi í hinu.

 

Hjá þessum hörmungum finnst ef til vill einhverjum hégómi að hafa áhyggjur af Þingvallavatni, en við verðum að skila því til framtíðarinnar sem okkur er trúað fyrir.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband