Leita í fréttum mbl.is

Græna slímið

Samfylkingin hefur stofnað áfallahjálparhóp fyrir Þórunni umhverfisráðherra sem kallast Græna slímið, eða var það Græna netið? Markmiðið er að hugga Þórunni alltaf þegar hún segir já við öllum skemmdarverkum gegn íslenskri náttúru, gegn betri vitund verður maður að trúa.

Staksteinar eiga ekki nógu sterk orð til að dásama Jóhönnu Sigurðardóttur, og fyrir hvað? Fyrir að þora að fylgja sannfæringu sinni. Skrýtið að það skuli þykja undur og stórmerki að alþingismaður fylgi sannfæringu sinni eins og hann hefur heitið að gera.

Nú ætlar Græna slímið í rútu á Þingvöll á morgun að kynna sér Gjábakkaveg við Þingvallavatn. Hverju mun það breyta? Þórunn er þegar búin að segja já og bestu vatnalíffræðingar landsins, heimsþekktir vísindamenn, hafa séð sig tilneydda að stefna ráðherranum til að hindra eitrun Þingvallavatns sem er friðað!

Það er aldrei of oft farið til Þingvalla og þar opnast náttúran fyrir manni.  Hvernig verður það þegar vatnið er orðið grænt eins og vísindamenn segja hættu á? Í tærustu vötnum heims sést niður á 5 m dýpi, en niður á 25 m dýpi í Þingvallavatni. Eitt af því fjölmarga sem gerir vatnið að náttúruundri.

Það gott og blessað að fara í rútuferð en það verður einfaldlega að fara að ráðum vísindamanna og skila náttúrunni óspilltri til barnanna.

Hvort heldur fólk að þingmenn á Suðurlandi, t.d. Árni Johnsen, Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, meti meira náttúruna eða atkvæðin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband