Leita í fréttum mbl.is

,,Sólskinið titrar, hægt um hamra og gjár,

ÞINGVELLIR eftir Jakob J. Smára.

Sólskinið titrar, hægt um hamra og gjár,

En handan vatnsins sveipast fjöllin móðu.

Himinninn breiðir faðm jafn fagurblár sem fyrst,

er menn um þessa velli tróðu.  /

Og hingað mændu eitt sinn allra þrár.

Ótti og von á þessum steinum glóðu.

Og þetta berg var eins og ólgusjár,-  

þar sem allir straumar landsins saman flóðu.   /

Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár

geymast hér, þar sem heilög véin stóðu,-

höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár,

sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu.  /

Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár

sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.   

Það er margt fallega sagt hér um söguna og náttúrufegurð og við verðum að tryggja að ungt fólk fái að upplifa hana.  En nú ætlar umhverfisráðherra að leyfa að allt fyllist af reykspúandi trukkum, rútum og einkabílum sem munu eitra Þingvallavatn og eyðileggja náttúruundur sem er einstakt í veröldinni.  Til hvers tekur maður að sér embætti umhverfisráðherra?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var yndislegt að sjá. Lengi hefur þessi undurfagra sonnetta verið mér kærari en flest önnur ljóð.

Reyndar hef ég örlítið aðra útgáfu í hausnum á mér en þar munar nær engu.

Árni Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er með betri ljóðum en ég hélt að allir væru búnir að gleyma því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband