Leita í fréttum mbl.is

Mikið skáld Gyrðir

Nú þegar bókaflóðið er að fjara út ganga menn fjörur og huga að reka.  Auðvitað er mest af Arnaldi, 30 þús. eintök!  Hann á allt gott skilið fyrir að skrifa íslenskar glæpasögur sem ekki eru hlægilegar eða fáránlegar.  Allir skrifa nú glæpasögur, formúlubókmenntir sem leita fyrirmynda hjá útlendum höfundum. 

Ég las ekki alls fyrir löngu viðtal við skáldið Gyrði Elíasson, þar sem m.a. kom fram að sala á síðustu bókum Gyrðis hafi verið ótrúlega lítil.  Miðað við það sem var, eða þá aðra höfunda?  Mér hefur fundist að bókmenntafræðingar væru flestir sammála um að Gyrðir væri eitt albesta skáld Íslendinga.  Bestur?  Það er sennilega rétt að gera ráð fyrir ólíkum smekk, en svo gæti hann stafað af lestrarleysi. 

Við stöndum okkur ömurlega sem ,,bókaþjóð".  Við styðjum ekki eða kaupum ekki það sem mest gildi hefur.  Ég hef ekki frumlegar skoðanir á neinu, en þær bækur sem veitt hafa mér mesta ánægju eru bækur Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar, Málfríðar Einarsdóttur, Tímaþjófurinn og svo bækur Gyrðis.

Allar þessar glæpasögur eru einnota bókmenntir og hrúgast upp á heimilum fólks.  Þetta minnir á jólagjafabækurnar eftir Alister MacLean sem gefnar voru þeim sem alls ekki vildu lesa neitt.  Eftir svona 10 ár verða fullir gámar af Arnaldi fyrir utan Góða hirðinn.  Allt orðið fullt inni.

Er ekki orðið tímabært að umhverfisráðuneytið setji reglugerð um hve stórt upplag megi prenta af einstökum bókum.  Þá á ég við, að draga verður úr eyðingu regnskóganna, o.s.frv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég les ekki reyfara því mér finnst það tímastóun. Hins vegar hef ég aldrei skilið þetta hrós sem Gyrðir fær hjá bókmenntafræðingum. Mjög fáir lesa hann af því að hann er svo sérvitringslegur og óbærilega leiðinlegur. Það er hins vegar einhver ávani eða tilgerð eða snobb eða allt þetta hjá bókmenntafræðingum að vera alltaf að hrósa honum. Það þykir bera vitni um þroskaðan bókmenntasmekk að hrósa Gyrði. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.1.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband