Leita í fréttum mbl.is

Ekki einn af spámönnunum.

Merkileg þessi árátta að vera alltaf eitthvað að pæla í framtíðinni.  Þrátt fyrir að það sé margbúið að vara mann við þessu og að þetta geti alveg eins gert illt verra.  Þetta gerir ekkert gagn því að framtíðin er ekki komin, eða þá að þetta er allt hvort eð er fyrirfram ákveðið, og jafnvel þeir sem eru svo lánsamir að trúa blekkingu trúarbragðanna og vita hvað koma skal, hafa samt áhyggjur af framtíðinni.  Þó eru prestarnir stöðugt að lækka hitann í helvíti. 

Nú, ég verð að biðjast velvirðingar, því að ég fór strax út fyrir efnið.  Mér fannst aldrei vera heil brú í því að selja ekki bjór ef á annað borð átti að selja áfengi.  Ég leyfi mér að benda á snilldarlega lýsingu Halldórs Laxness á Íslendingum og bjórnum í hinni skemmtilegu sögu Guðsgjafaþulu.

Ég var þess fullviss þegar bjórinn var leyfður að heildarneyslan myndi ekki aukast að neinu ráði, en eins og allir vita hefur hún aukist mikið, hver svo sem ástæðan er.  Þetta hefur einnig átt sér stað í löndum sem við berum okkur saman við.  Kallar líf nútímamannsins á aukna vímuefnaneyslu?  Hver veit.  En ég rakst á tölfræði sem kom mér á óvart.  Áfengisneysla í vínmenningarlöndunum Spáni, Frakklandi og Ítalíu hefur minnkað umtalsvert.  Og hvernig stendur á því? 

Í fyrrnefndri sögu er reynt að útskýra hvaða augum fólk í öðrum löndum lítur á bjór, þetta sé einfaldlega fæðutegund, hluti af mataræðinu, eins og t.d. rúgbrauð.  Það reynist mörgum erfitt að minnka vímuefnaneyslu þegar hún er einu sinni komin úr böndunum.  En ef í þessum þremur löndum er litið á áfengi sem matvöru, er kannski ekki eins erfitt að minnka neysluna t.d. úr fjórum rúgbrauðssneiðum í tvær.  Þetta er samt ansi snúið og ég ætla ekki að spá meira í þetta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á þig í rápi mínu á netinu. Gaman að hitta þig aftur fyrir!

stella (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband