Leita í fréttum mbl.is

Í strætó

Ég hef verið að reyna að nota ekki bílinn í vinnuna, aka fram og aftur Miklubrautina endalaust.  Er oft búinn kl. 8 og þá er alvarleg umferðarsulta á þessari leið, sem reynir verulega á þolinmæðina, en í strætó er þetta eintóm slökun.

Í nótt sá ég lennonljósið í fyrsta sinn á stjörnubjartri nóttu og fannst það skrýtin tilfinning að það var eins og beint fyrir ofan mann.  Ég held að þetta sé gott í hófi.  Þegar ég kom svo út í morgun sá ég bjarta stjörnu á austurhimninum, en ég skammaðist mín fyrir að vita ekki hvað hún hét.  En ég sá hana af því að ég tók strætó.

Það var troðfullt í strætó, mest fallegt ungt námsfólk og svo heyrðist fólk tala útlensku.  Munur en að húka aleinn í blikkdós frá Kóreu í umferðarteppu.  Krakkarnir störðu flest á gemsana sína eða æpoda,  með heyrnartól og þumalputtarnir á fullu.  Nú eru flestir með tvær skólatöskur, eina fyrir fartölvuna, og þeir sem ætla líka í íþróttir, með þrjár.  Í gamla daga var manni hótað hryggskekkju ef taskan var ekki nákvæmlega rétt á bakinu. 

En sem sagt, mæli með strætó.

ATH. nýtt notendanafn: vidarjonsson.blogg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband