Leita í fréttum mbl.is

Játningar Viðars J.

Hef verið með umhverfismál á heilanum, m.a. verndun Þingvallavatns og svo Chernobyl.  Þá var ég svo óheppinn að fara að líta í eigin barm:  Flokka ekki sorp, skola ekki fernur, fer ekki með blöðin í gám, fer ekki með plastflöskur í Sorpu, er ekki með safnhaug úti á svölum, læt bílinn ganga að óþörfu, ferðast ekki með Strætó, eyði allt of miklu vatni, læt loga á ollum ljósum og svo er örugglega heilmargt sem ég veit ekki um en ætti að vera að gera.  Ég geri mér þó ljóst að hlýnun jarðar og að ekki sjáist til sólar í mörgum kínverskum borgum, er ekki bara mér að kenna.  Ég ætla þó að byrja nýtt líf á morgun.

Ég reyndi að dreifa huganum og horfa á mynd eftir hinn ágæta leikstjóra Werner Herzog, sem heitir The Wild Blue Yonder frá 2005.  Mér fannst þetta vera vísindaskáldsaga sögð sem heimildarmynd.  Fyrsti hlutinn heitir:  Sálumessa fyrir deyjandi plánetu.  Ég var aftur lentur í því sama.

Hinn mikli hugsuður, Stephen Hawking sem er algjörlega lamaður, sagði eftir að hafa fengið að vera í þyngdarleysi, að framtíð mannsins væri úti í geimnum.  Var þetta raunsæi eða svartsýni, eða raunsæi og svartsýni?  Sögumaðurinn í hinni frumlegu og fallegu mynd Herzogs kemur með áhrifaríkt dæmi um hversu ólíkleg framtíð mannsins sé í geimnum.  Nú er nóg komið, framhald í næsta bloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband