Leita í fréttum mbl.is

Viðbragðsflýtir

Ekki sérlega liðugt orð.  En snarræði gengur ekki.  Að vera snöggur nær því, en sneggja hefur ekki átt upp á pallborðið.  Ég fór að spekúlera í því í gærkvöldi þegar ég var að reyna að forðast að horfa á mynd með hinum glataða leikara Jackie Chan, án þess að slökkva á sjónvarpinu.  Ég held, að hafa kveikt á sjónvarpinu veiti mér öryggiskennd, að ég sé í sama heimi og svona flestir. 

En Chan er viðbragðsfljótur.  Kvikmyndastjörnur geta nefnilega verið mjög snöggar og m.a. orðið frægar fyrir það.  Tökum Bruce Lee, sem varð cölt-eitthvað aðallega af því að hann drapst á toppnum, en hann kenndi okkur vesturlandabúum að brjóta allt og bramla með berum höndum, þ.e. án þess að nota verkfæri.  Ekki fannst öllum það vera framfarir, en hann var flottur og snöggur.  

Ekki má gleyma tveimur meisturum sem liðleikinn setti svip á, þá Buster Keaton, manninum með steinandlitið og Charlie Chaplin, flakkaranum fima.  En voru þetta ekki kvik- eða hreyfimyndir og segir þetta sig ekki sjálft?  Liggur í hlutarins eðli.  Endalaust blaður um....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jackie Chan er frábær en myndin hans í gær er með þeim slökustu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband