Leita í fréttum mbl.is

Hlynur á 24stundum

Hinn ágæti blaðamaður á 24stundum, Hlynur O. Stefánsson, hefur verið óþreytandi í því að segja frá þeirri miklu hættu, sem flestir sem vit hafa á, telja að steðji að Þingvallavatni og náttúru þess.  Hættan er annars vegar áform Vegagerðarinnar um að gera Gjábakkaveg að mengandi hraðbraut of nærri vatninu og hins vegar kvikasilfurseitrun sem margir telja að komi mest frá Nesjavallavirkjun.  Ekki eru allir sammála um hve mikla áhættu megi taka með þessum framkvæmdum, sumir hafa að mínum dómi ekki séð ljósið, en Hlynur hefur gætt þess að kynna ólík sjónarmið.

Það voru ánægjulegar fréttir í 24stundum í dag að loks hafi fengist peningar til að rannsaka kvikasilfrið.  Orkuveitan (syndaselurinn?) styrkir rannsóknir tveggja aðila.  Það var gott að sjá niðurstöðu úr könnun Landverndar á vilja almennings á breytingum á Gjábakkavegi, þar sem flestir vildu gera minniháttar breytingar.  Það eru smákaflar með bundnu slitlagi á veginum og það hlýtur að vera hægt að binda hann slitlagi án þess að byggja hann mikið upp.  Það er t.d hægt að takmarka þyngd bíla og gera þetta þægilegt fyrir fólksbíla.  En ég nú veit ekkert um vegagerð.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband