12.12.2007 | 23:35
Mænuskaðinn
Mikið dáist ég að ofurhuganum Auði Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi, sem leggur allt undir til að auka batalíkur þeirra sem orðið hafa fyrir mænuskaða. Nú síðast hafði hún forgöngu, ásamt dóttur sinni, um að koma á fót Mænuskaðastofnun.
Skyldi Auður hafa fengið medalíu hjá forsetanum? Vill eflaust frekar pening í baráttuna. Það situr enn í mér, að maður sem vill láta gott af sér leiða og hefur gefið blóð 150 sinnum, féll ekki í kramið hjá sérfræðingum forsetans. En t.d. utanríkisþjónustan virðist geta gengið í medalíurnar eins og hana lystir. En auðvitað finnst mörgum það háðung að fá medalíu.
Mér skilst að nóbelsverðlaunin í læknisfræði hafa verið veitt fyrir stofnfrumurannsóknir. Ég ímynda mér að þar gæti falist hugsanleg lækning á mænuskaða, en án þess þó að hafa nokkuð vit á því.
Einn verðlaunahafanna benti á það á BBC í kvöld að hin viðkvæmu siðfræðilegu deiluefni vegna notkunar á stofnfrumum úr fóstrum gætu brátt verið úr sögunni, því byrjað væri að nota frumur úr fullorðnum einstaklingum og nefndi hann Japan og Boston. Þetta ætti að hraða rannsóknum og framförum og glæða vonir.Færsluflokkar
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Mærir árvekni tollgæslu
- Húsfyllir á öryggisráðstefnu Syndis
- Fór í mál því hún var kölluð andlega veik
- Deildu um uppsögn á barnshafandi konu
- Inga Sæland skipar bara sitt fólk
- Kastaði bollum og diskum á kaffihúsi
- Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum
- Björg Ásta Þórðardóttir nýr framkvæmdastjóri í Valhöll
Erlent
- Veit ekki hvað mörgæsirnar gerðu Trump
- 6,9 stiga skjálfti við Papúa Nýju-Gíneu
- Trump frestar TikTok-banni á ný
- Lækkaðu vexti Jerome
- Starfsmenn þjóðaröryggisráðsins látnir fjúka
- Sex börn létust í árás Rússa á heimaborg Selenskís
- Ný gögn í máli prinsins og kínversks njósnara
- Trump segir að Kína hafi gert mistök
Athugasemdir
Mér skilst að litlar framfarir hafi orðið á meðferð mænuskaða í nokkra áratugi svo það væri betur að eitthvað færi að gerast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.12.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.