Leita í fréttum mbl.is

Ekki einn af spámönnunum.

Merkileg ţessi árátta ađ vera alltaf eitthvađ ađ pćla í framtíđinni.  Ţrátt fyrir ađ ţađ sé margbúiđ ađ vara mann viđ ţessu og ađ ţetta geti alveg eins gert illt verra.  Ţetta gerir ekkert gagn ţví ađ framtíđin er ekki komin, eđa ţá ađ ţetta er allt hvort eđ er fyrirfram ákveđiđ, og jafnvel ţeir sem eru svo lánsamir ađ trúa blekkingu trúarbragđanna og vita hvađ koma skal, hafa samt áhyggjur af framtíđinni.  Ţó eru prestarnir stöđugt ađ lćkka hitann í helvíti. 

Nú, ég verđ ađ biđjast velvirđingar, ţví ađ ég fór strax út fyrir efniđ.  Mér fannst aldrei vera heil brú í ţví ađ selja ekki bjór ef á annađ borđ átti ađ selja áfengi.  Ég leyfi mér ađ benda á snilldarlega lýsingu Halldórs Laxness á Íslendingum og bjórnum í hinni skemmtilegu sögu Guđsgjafaţulu.

Ég var ţess fullviss ţegar bjórinn var leyfđur ađ heildarneyslan myndi ekki aukast ađ neinu ráđi, en eins og allir vita hefur hún aukist mikiđ, hver svo sem ástćđan er.  Ţetta hefur einnig átt sér stađ í löndum sem viđ berum okkur saman viđ.  Kallar líf nútímamannsins á aukna vímuefnaneyslu?  Hver veit.  En ég rakst á tölfrćđi sem kom mér á óvart.  Áfengisneysla í vínmenningarlöndunum Spáni, Frakklandi og Ítalíu hefur minnkađ umtalsvert.  Og hvernig stendur á ţví? 

Í fyrrnefndri sögu er reynt ađ útskýra hvađa augum fólk í öđrum löndum lítur á bjór, ţetta sé einfaldlega fćđutegund, hluti af matarćđinu, eins og t.d. rúgbrauđ.  Ţađ reynist mörgum erfitt ađ minnka vímuefnaneyslu ţegar hún er einu sinni komin úr böndunum.  En ef í ţessum ţremur löndum er litiđ á áfengi sem matvöru, er kannski ekki eins erfitt ađ minnka neysluna t.d. úr fjórum rúgbrauđssneiđum í tvćr.  Ţetta er samt ansi snúiđ og ég ćtla ekki ađ spá meira í ţetta. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á ţig í rápi mínu á netinu. Gaman ađ hitta ţig aftur fyrir!

stella (IP-tala skráđ) 5.12.2007 kl. 12:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband