Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
11.6.2008 | 23:46
Hlynur á 24stundum
Hinn ágæti blaðamaður á 24stundum, Hlynur O. Stefánsson, hefur verið óþreytandi í því að segja frá þeirri miklu hættu, sem flestir sem vit hafa á, telja að steðji að Þingvallavatni og náttúru þess. Hættan er annars vegar áform Vegagerðarinnar um að gera Gjábakkaveg að mengandi hraðbraut of nærri vatninu og hins vegar kvikasilfurseitrun sem margir telja að komi mest frá Nesjavallavirkjun. Ekki eru allir sammála um hve mikla áhættu megi taka með þessum framkvæmdum, sumir hafa að mínum dómi ekki séð ljósið, en Hlynur hefur gætt þess að kynna ólík sjónarmið.
Það voru ánægjulegar fréttir í 24stundum í dag að loks hafi fengist peningar til að rannsaka kvikasilfrið. Orkuveitan (syndaselurinn?) styrkir rannsóknir tveggja aðila. Það var gott að sjá niðurstöðu úr könnun Landverndar á vilja almennings á breytingum á Gjábakkavegi, þar sem flestir vildu gera minniháttar breytingar. Það eru smákaflar með bundnu slitlagi á veginum og það hlýtur að vera hægt að binda hann slitlagi án þess að byggja hann mikið upp. Það er t.d hægt að takmarka þyngd bíla og gera þetta þægilegt fyrir fólksbíla. En ég nú veit ekkert um vegagerð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 19:39
Páfinn tekur Jón Gnarr í tölu dýrlinga!
Það kom nokkuð á óvart þegar Vatikanið tilkynnti þessa ákvörðun í dag. Þó höfðu verið raddir um að eitthvað slíkt væri í vændum.
Jón Gnarr er ómetanlegur. Hann er snilldarhúmoristi og frábær leikari og hefur haldið lífinu í þjóðarsálinni á þessum hundleiðinlegu krepputímum. Þetta sá páfinn auðvitað þó að þetta hafi farið öfugt ofan í villuráfandi sauði hans á Íslandi.
Án þess að ég vilji hella olíu á elda þeirra trúarbragðastríða sem nú eru í gangi (eins og alltaf), vil ég minna á að trúarbrögð eru blekkingar, kristni sem og islam, en það getur verið þægilegra að lifa í blekkingu. Dauðinn er ekkert spennandi og paradís hljómar ekkert illa. En er það eðlilegt að ríkisvaldið standi fyrir slíku, en auðvitað getur hver maður trúað því sem hann vill.
En af hverju þarf allt sem kemur frá biskupnum og kirkjunni og sértrúarsöfnuðum að vera svona leiðinlegt og húmorslaust? Eins og að trúarbrögð séu eitthvað grafalvarlegt mál? Jón Gnarr heldur í manni lífinu - dýrmætur dýrlingur.
Ef ég kynni að teikna myndi ég teikna Múhameð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 18:26
Hvar varst þú þegar...
Ég var að borða nautasteik á veitingahúsi og var farinn að sjá fyrir mér rústirnar, en þá var það búið. Kokkarnir komu hlaupandi út úr eldhúsinu. Allar myndir skakkar þegar ég kom heim. En þeim fækkar sem geta svarað því hvar þeir voru þegar Kennedy var skotinn, þeirri frægu spurningu.
Þá var ég í þrjúbíó í Gamlabíói, á sunnudegi að sjálfsögðu. Á leið niður Bankastræti eftir bíó sá ég í útstillingarglugga dagblaðsins Tímans fréttir af morðinu. Það hafði áhrif.
Hef undanfarin misseri verið að punkta niður eina og eina æskuminningu (smá sagnfræðingaleikur) og rekið mig á að enginn fótur er fyrir nokkrum lykilminningum. Ekki þægilegt þegar svoleiðis skjálftar brjóta stór stykki úr fortíðnni , en hún er nú það eina sem við eigum.
Oft hefur verið sagt, að þeir sem séu síljúgandi fari fljótt að trúa lyginni. Hið sama gildir þegar fólk lýgur að sjálfu sér. Kannski að þá verði til ígræddar minningar. Líklega eru þær oftar góðar heldur en hitt, hvers vegna að vera að hafa fyrir því að græða í slæmar minningar, nóg er af þeim samt.
Það er ekki oft sem ég heyri ekta kjaftasögur og enn sjaldgæfara að ég hafi þær eftir. Ef til vill lýsir hún einhverju í huga almennings þegar kreppan vofir yfir. Hún er ótrúleg...en : Maður sem fæddist með silfurskeið í munninum og sýnt hefur af sér mikla græðgi á síðustu árum, tók mjólkurpeninga fjölskyldunnar, 47 milljarða, og ætlaði amk. að tvöfalda þá á hlutabréfamarkaðinum, á nú 1 milljarð eftir og situr inni á Kleppi og reytir hár sitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)