Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Nú verður þú að kjósa náttúruna! Núna!

Á morgun, bara á morgun, verður hægt að tjá skoðun sína á yfirvofandi eitrun Þingvallavatns með lagningu Gjábakkavegar sem hraðbrautar við vatnið (allt friðað!).  Landvernd stendur fyrir þessari könnun og er m.a. hægt að segja skoðun sína í gegnum mbl.is og fá upplýsingar. 

Leið 1 er leið náttúrunnar.

Leið 2 er leið sumarbústaðasala í Bláskógabyggð og Vegagerðarinnar.

Leið 3, 4 og 5 eru skárri en leið 2.

 Við berum ábyrgð, tökum þátt og snúum upp á handlegginn á vinum og vandamönum og kjósum leið 1 á morgun.

Það er fleira náttúruvernd en endalaust blaður fram og aftur um einhverja losunarkvóta eins og umhverfisráðherra stendur í, en við Íslendingar erum peð í því dæmi og skiptir litlu hvað við gerum.

Gleðilegt sumar við Þingvallavatn.


Áhrif tímans

Hvernig er hægt að skrifa sögu heimspekinnar án þess að vera heimspekingur? Þarf þá ekki að liggja í einhverjum lexíkonum?  Rak augun í gamla umfjöllun á netinu um ofmetnustu Íslendinga, þar var Páll Skúlason lítt metinn en ,,kverúlant úr Keflavík" mikils metinn.  Ég held að skýringin sé afleiðingar af hringavitleysunni sem kölluð er/var nýaldarfræði. Sennilega nenna heimspekingar ekki að standa í karpi út af þessu.

Það er verið að auglýsa þetta sem eitthvað alveg skothelt fyrir ungt skólafólk.  Fyrrverandi rektor dásamar þetta, kannski lítið farið í heimspeki í sálfræðinni?  Svo segir Lafleur-útgáfan: ,,Eftir einn mesta hugsuð íslensku þjóðarinnar!" Hér hefur útgáfan algjörlega misst stjórn á sér, þó svo að höfundur, sem margt er til lista lagt, hafi verið í viðtali hjá Agli Helga. 

Eina kvikmyndin sem ég hef horft á oftar en 10 sinnum er Chinatown eftir Polanski. Þar segir leikstjórinn/leikarinn John Huston setningu sem mér finnst að eigi oft við:

,,Politicians, ugly buildings and whores all get respectable if they live long enough."

Ekki víst að þetta eigi við hér og til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá hef ég ekkert vit á heimspeki og ætti fólk að varast að taka mark á þessu.

 

 


Nú er gaman hjá Birni Bjarnasyni

Loksins getur dómsmálaráðherra látið sérsveit eða óeirðalögreglu berja á mönnum og sprauta  einhverri ólyfjan m.a. á konur og börn og dregið þá handjárnaða inn í lögreglubíla.  Alveg eins og gert er í útlöndum og fólk sér í sjónvarpinu.  Egg en ekki grjót.  Fullkomnað þegar nasistaforingjar komu á vettvang. Nú getur Björn rökstutt stofnun íslensks hers. Þá verður ennþá meira gaman.


Dylan - næst nóbelsverðlaunin

Bob Dylan var að fá Pulitzer-verðlaun fyrir framlag sitt til menningarinnar. Dylan er stórskáld og síðustu 3 plötur hans eru meistaraverk.  Það verður upplifun að heyra hann og sjá í Grafarvoginum í næsta mánuði á hátindi ferilsins. Hann ætti að fá nóbelsverðlaunin frekar en einhverjir dularfullir skáldsögunördar sem fáir lesa, en Svíarnir snobba fyrir.

Hvað er svo að gerast hjá Vegagerðinni? Er þetta orðið einkafyrirtæki? Það eru margir reiðir vegna slyssins á Reykjanesbraut, sem Vegagerðin ber mikla ábyrgð á. Er fólk nokkuð búið að gleyma Grímseyjarferjunni?

 Svo er Vegagerðin að reka áróður fyrir hinum mjög svo umdeilda Gjábakkavegi. Er það hlutverk Vegagerðarinnar að reka áróður? Nú eru þeir búnir að fá þreyttan fréttamann sem upplýsingafulltrúa. Svo er einhver veghönnuður að mótmæla áliti færustu vísindamanna um væntanlega eitrun Þingvallavatns. Það þarf að endurskoða lög og reglur um Vegagerðina. En sem betur fer hefur yfirmaðurinn lofað að hætta.

Langar til að benda á að Björn Bjarnason og Össur Skarp. eru í Þingvallanefnd OG í Heimsminjaráði og þeir hafa EKKERT gert til að vernda náttúruna á Þingvöllum. Þetta eru bara bitlingaþegar sem bregðast skyldum sínum.

 


Skapillt og húmorslaust stórveldi

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með ferðum kínverska ólympíueldsins um Lundúnaborg á BBC.  Kínverjar hafa lagt til öryggisverði í ljósbláum íþróttagöllum sem mynda hlaupandi hring utan um kyndilberann, allt sýstemið hlaupandi.  Minnir á öryggisverði bandaríkjaforseta hlaupa á eftir svartri limósínu hans.  Hugmyndaríkur mótmælandi dulbjó sig sem lögga og mætti með slökkvitæki og sprautaði hvítu skýi á liðið og það varð engin smá panikk og munaði minnstu að kyndilberinn missti kyndilinn.

Segiði svo að það sé aldrei neitt fyndið í sjónvarpinu.  Ég var ánægður með kyndilberann þegar hún sagðist vera ánægð með að hér gæti fólk tjáð skoðun sína og sagðist geta skilið að maðurinn með slökkvitækið teldi þetta rétta leið til að mótmæla hernámi Kínverja í Tíbet. 

Sendiherra Kína í London verður örugglega kallaður heim á morgun og gerður að veðurathugunarmanni í Góbí-eyðimörkinni.  Svo vantar eflaust fólk til að moka upp hina ótrúlegu fornmuni sem hafa verið að finnast á síðustu misserum.  Í mannkynsögunni í gamla daga var fjallað um Kína OG Indland á einni blaðsíðu!  Ætli það hafi eitthvað breyst?

Nú eru Kínverjarnir að reyna að hreinsa loftið í Peking og kenna fólki að bíða í biðröð.  Þeir eru þrjóskir og virðast t.d. ekki ætla að hætta að gera tilkall til Taivan.  Hvað segðum við ef Norðmenn gerðu tilkall til Íslands?  Hver á að ákveða hvort eða hvað tíminn eigi að gilda? 

Lifi Tíbet!  Lifi Þingvallavatn!  Niður með Þórunni!  Lifi vatnið!

 


Þórunn sekkur dýpra í mengunarfenið

Þórunni, sem er orðin umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins, virðist algjörlega fyrirmunað að gera nokkuð sem kemur íslenskri náttúru vel.  Er hún ekki að vinna gegn umhverfinu sem fulltrúi Reyknesinga? Álver í Helguvík hlýtur að renna ljúflega niður hjá kjósendunum. 

Er ekki alveg fáránlegt að vona að hún lyfti litlafingri til að koma í veg fyrir eitrun Þingvallavatns.  Hún hefur orðið sér til stórskammar hjá Heimsminjaskrá og svo er vísindasamfélagið að draga hana fyrir dómstóla fyrir að leyfa eyðingu náttúruundurs sem er friðað.

Eingöngu til þess að þessir fábjánar í Bláskógabyggð geti selt fleiri sumarbústaði.  Þeir segja stoltir að bústaðirnir séu orðnir 2200.  Heldur einhver t.d. að fleiri flytji að Laugarvatni þó hægt verði að komast þangað á 90 km hraða í stað 80?  Allur þrýstingurinn á að gefa skít í Þingvallavatn kemur frá vonlausum forsvarsmönnum Bláskógabyggðar og þingmönnum þeirra.


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband