Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Þingvellir af Heimsminjaskrá?

Ég sagði frá því í síðasta bloggi að ég hefði gerst svo djarfur að senda tölvupóst til Dr.Mechtild Rössler, yfirmanns hjá Heimsminjaskrá UNESCO. 

Ég sagði frá viðvörunum vísindamanna vegna breytinga á Gjábakkavegi og einnig frá nýlegum upplýsingum um alvarlega kvikasilfurseitrun í urriðanum, að öllum líkindum frá Nesjavallavirkjun. 

Ég sagði einnig frá viðbrögðum yfirvalda sem ber skylda til að vernda þetta friðaða svæði: Umhverfisráðherra segir ekki ég, Þingvallanefnd segir ekki ég, Nesjavallavirkjun segir ekki ég, Bláskógabyggð segir ekki ég, o.s.frv.

Ég fékk strax svar frá Heimsminjaskrá þar sem þeir segjast fylgjast vel með þessu máli.  Það var gott að heyra það.  Ég lét svarið berast til 24stunda, en þar hefur undanfarið verið vönduð umfjöllun um mengun í Þingvallavatni. 

Nú hafa 24stundir rætt við Dr.Rössler og fréttin er komin á forsíðuna á blaðinu í dag!  Húrra fyrir 24stundum!!  En við verðum að fara að láta heyrast okkar rödd.

Og auðvitað:  Tíbet, Tíbet!


Það er fylgst með okkur

Það eru allt of fáir sem vita af yfirvofandi eitrun Þingvallavatns með lagningu hraðbrautar við vatnið.  Þetta er rekið áfram af Bláskógabyggð og Vegagerðinni gegn viðvörunum vísindamanna.  Þingvallanefnd segist vera stikkfrí og umhverfisráðherra segist vera stikkfrí.  Nýlega komu upp á yfirborðið upplýsingar um svo mikla kvikasilfursmengun í þingvallaurriðanum að varasamt er að borða hann.  Þetta hefur legið fyrir hjá Umhverfisstofnun frá 2003.  Gott dæmi um gagnslausa stofnun.  Kvikasilfrið berst líklega með leyniafrennsli frá Nesjavallavirkjun, en þeir gera eins lítið úr málinu og hægt er og nenna ekkert að rannsaka þetta og segja að þetta muni lagast!

Þingvallasvæðið er samkvæmt lögum friðað, en þeir sem eiga að tryggja að svo verði og að við skilum óspilltri náttúru til barnanna okkar, hafa brugðist skyldum sínum.  Hvar annars staðar í heiminum gæti það gerst að vísindamenn sjái sig neydda til að draga umhverfisráðherrann, frú Þórunni, fyrir dómstóla til að reyna að bjarga náttúruundri sem þegar er friðað?  Er nokkur leið að skilja þetta?  Ráðherrann er í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta gert eitthvað í málinu.

Þingvellir eru á Heimsminjaskrá ásamt um 800 merkra staða á jörðinni.  Friðað og á Heimsminjaskrá, maður hefði haldið að það hefði eitthvað að segja í náttúruvernd.  Ég hef nokkrum sinnum bloggað um þetta mál og finnst að því miður gerist ekkert jákvætt.  Til að gera eitthvað þá skrifaði ég yfirmanni Heimsminjaskrár og greindi í örstuttu máli frá vegalagningunni og kvikasilfrinu og aðgerðaleysi umhverfisráðherra.  Ég tók skýrt fram að ég væri ekki sérfræðingur í neinu og ætlaðist ekki til að fá svar.  Mér finndist bara Þingvellir vera yndislegur staður.  En viti menn, eftir nokkra klukkutíma kemur þetta svar:

Dear Mr Jonsson,

Thank you for your inquiry. Please be assured that we are following this question of the road construction very closely with our advisory bodies ICOMOS and IUCN and the national authorities.

Thank you for your support for World Heritage conservation,

Best wishes,
M. Rossler

Dr. Mechtild Rössler
Chief, Europe & North America
UNESCO World Heritage Centre


Hvaða Arnaldur?

Niðurstaða könnunnar Fréttablaðsins að einhver Arnaldur sé besti rithöfundurinn er ömurlegur vitnisburður um hina miklu bókaþjóð.  Hann mun vera prýðilegur iðnaðarmaður en...  Var fólk spurt hvort það hefði heyrt annan rithöfund nefndan?  Var það spurt hvort það kynni að lesa?  Var fólk ef til vill að reyna að vera fyndið?

Mikið af bókum endar í stöflum í Góða hirðinum, þeim ágæta stað. 


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband