Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Margir hafa komið að máli við mig.

Nei, er ekki að fara í framboð, með allt of skuggalega fortíð.  Fólki virðist vanta að vita hvað það á halda í lífsins ólgusjó. 

.Eg var ánægður er Björk tók ljósmyndarann í gegn um daginn, ég hefði sent vöðvabúnt heim til hans um nóttina.  Þessir myndatökumenn eru snýkjudýr og blóðsugur sem á að fara eins illa með og hægt er. 

Ég held bara að ég mæli með Villa/Ólafi.  Þarf eitthvað að röksyðja það?  Man enginn lengur hve ömurlegt þetta var orðið hjá R-listanum eftir Ingibjörg stakk af?  Menn geta t.d. skoðað framkvæmdir við Hringbrautina sem gera ekkert gagn.

Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að kvikasilfurmengun í urriðanum í Þingvallavatni er orðin slík að varað er við neyslu hans.  Þetta kemur auðvitað frá Nesjavallavirkjun.  Hafa þeir leyfi til að dæla eitri í dýrmætasta vatn Íslands.  Það fást ekki peningar til rannsókna!  Orkubatteríið sem er sökudólgurinn er ekkert æst í að borga.  Svo á einnig að eitra vatnið með því að leggja veg of nálægt Þingvallavatni.  Þingvellir og umhverfi þess er friðað og það er einnig á Heimsminjaskrá. Nú er fólk farið að skrifa til þessarar stofnunar og benda á kvikasilfrið og nitrið frá veginum og að frú Þórunn umhverfisstýra sé fullkomlega lömuð í málinu.  Hvað með Græna netið?  Er það til styðja tillögur um að gera ekki neitt. 

Vonandi taka Geir og Ingibjörg fram fyrir hendur frú Þórunnar.

 

 

 


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband