Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 18:12
Margir hafa komið að máli við mig.
Nei, er ekki að fara í framboð, með allt of skuggalega fortíð. Fólki virðist vanta að vita hvað það á halda í lífsins ólgusjó.
.Eg var ánægður er Björk tók ljósmyndarann í gegn um daginn, ég hefði sent vöðvabúnt heim til hans um nóttina. Þessir myndatökumenn eru snýkjudýr og blóðsugur sem á að fara eins illa með og hægt er.
Ég held bara að ég mæli með Villa/Ólafi. Þarf eitthvað að röksyðja það? Man enginn lengur hve ömurlegt þetta var orðið hjá R-listanum eftir Ingibjörg stakk af? Menn geta t.d. skoðað framkvæmdir við Hringbrautina sem gera ekkert gagn.
Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að kvikasilfurmengun í urriðanum í Þingvallavatni er orðin slík að varað er við neyslu hans. Þetta kemur auðvitað frá Nesjavallavirkjun. Hafa þeir leyfi til að dæla eitri í dýrmætasta vatn Íslands. Það fást ekki peningar til rannsókna! Orkubatteríið sem er sökudólgurinn er ekkert æst í að borga. Svo á einnig að eitra vatnið með því að leggja veg of nálægt Þingvallavatni. Þingvellir og umhverfi þess er friðað og það er einnig á Heimsminjaskrá. Nú er fólk farið að skrifa til þessarar stofnunar og benda á kvikasilfrið og nitrið frá veginum og að frú Þórunn umhverfisstýra sé fullkomlega lömuð í málinu. Hvað með Græna netið? Er það til styðja tillögur um að gera ekki neitt.
Vonandi taka Geir og Ingibjörg fram fyrir hendur frú Þórunnar.
Dægurmál | Breytt 25.2.2008 kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað