Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

,,Sólskinið titrar, hægt um hamra og gjár,

ÞINGVELLIR eftir Jakob J. Smára.

Sólskinið titrar, hægt um hamra og gjár,

En handan vatnsins sveipast fjöllin móðu.

Himinninn breiðir faðm jafn fagurblár sem fyrst,

er menn um þessa velli tróðu.  /

Og hingað mændu eitt sinn allra þrár.

Ótti og von á þessum steinum glóðu.

Og þetta berg var eins og ólgusjár,-  

þar sem allir straumar landsins saman flóðu.   /

Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár

geymast hér, þar sem heilög véin stóðu,-

höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár,

sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu.  /

Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár

sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.   

Það er margt fallega sagt hér um söguna og náttúrufegurð og við verðum að tryggja að ungt fólk fái að upplifa hana.  En nú ætlar umhverfisráðherra að leyfa að allt fyllist af reykspúandi trukkum, rútum og einkabílum sem munu eitra Þingvallavatn og eyðileggja náttúruundur sem er einstakt í veröldinni.  Til hvers tekur maður að sér embætti umhverfisráðherra?

 


Pétur kærir frú Þórunni

Mikið erum við lánsöm að eiga vísindamann eins og Pétur M.Jónsson vatnalíffræðing, sem einnig er hugsjóna-og baráttumaður.  Og mikið erum við ólánsöm að hafa frú Þórunni, þennan glataða umhverfisráðherra.  Hún er búin að fá eitt tækifæri til að forða því að Gjábakkavegur verði lagður við Þingvallavatn.  Þá hafði Umhverfisstofnun sagt að það væri: ,,...ótvírætt hvernig niturmengun virkar og ljóst að aukning í magni köfnunarefnis (niturs) getur raskað jafnvægi í lífríki Þingvallavatns."

Það er alveg fáránlegt að árið 2008 þurfi að standa í stappi við umhverfisráðherra sem ekki vill fara að ráðum fremstu vísindamanna og ekki fara að lögum um Þingvelli!  Hér verða einhverjir með viti að taka í taumana áður en það verður um seinan.  Sérfræðingar í samgöngumálum hafa bent á aðrar lausnir.

Svo þykist vegamálastjóri (sem er að hætta, guði sé lof) ekkert hafa vitað af umsögn Umhverfisstofnunar (2006) og segir um endurskoðun á veglagningunni: ,,Þessu ferli er lokið af okkar hálfu og allra aðila sem um það munu fjalla."  Það er naumast að Vegagerðin heldur að hún sé valdamikil, farin að reka áróður með eða á móti hinum ýmsu framkvæmdum.  Komnir með fjölmiðlafulltrúa og allt hvað eina.  Vegagerðin er bara verktaki sem á að gera það sem henni er sagt.  Það borgar sig ekki fyrir hana að fara að hugsa of mikið, sbr. Grímseyjarferjuna.

En þori frú Þórunn engu verður það henni til háðungar.  Samfylkingin stofnaði nýlega umhverfissellu, Græna netið, þar ætti að vera einhver sem gæti bent frú Þórunni á villu síns vegar.  Eða þá að halda björgunarnetinu strekktu þegar ráðherrann dettur úr stólnum, sem vonandi verður fyrr en seinna.


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband