Leita í fréttum mbl.is

Nú verður þú að kjósa náttúruna! Núna!

Á morgun, bara á morgun, verður hægt að tjá skoðun sína á yfirvofandi eitrun Þingvallavatns með lagningu Gjábakkavegar sem hraðbrautar við vatnið (allt friðað!).  Landvernd stendur fyrir þessari könnun og er m.a. hægt að segja skoðun sína í gegnum mbl.is og fá upplýsingar. 

Leið 1 er leið náttúrunnar.

Leið 2 er leið sumarbústaðasala í Bláskógabyggð og Vegagerðarinnar.

Leið 3, 4 og 5 eru skárri en leið 2.

 Við berum ábyrgð, tökum þátt og snúum upp á handlegginn á vinum og vandamönum og kjósum leið 1 á morgun.

Það er fleira náttúruvernd en endalaust blaður fram og aftur um einhverja losunarkvóta eins og umhverfisráðherra stendur í, en við Íslendingar erum peð í því dæmi og skiptir litlu hvað við gerum.

Gleðilegt sumar við Þingvallavatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband