Leita í fréttum mbl.is

Áhrif tímans

Hvernig er hægt að skrifa sögu heimspekinnar án þess að vera heimspekingur? Þarf þá ekki að liggja í einhverjum lexíkonum?  Rak augun í gamla umfjöllun á netinu um ofmetnustu Íslendinga, þar var Páll Skúlason lítt metinn en ,,kverúlant úr Keflavík" mikils metinn.  Ég held að skýringin sé afleiðingar af hringavitleysunni sem kölluð er/var nýaldarfræði. Sennilega nenna heimspekingar ekki að standa í karpi út af þessu.

Það er verið að auglýsa þetta sem eitthvað alveg skothelt fyrir ungt skólafólk.  Fyrrverandi rektor dásamar þetta, kannski lítið farið í heimspeki í sálfræðinni?  Svo segir Lafleur-útgáfan: ,,Eftir einn mesta hugsuð íslensku þjóðarinnar!" Hér hefur útgáfan algjörlega misst stjórn á sér, þó svo að höfundur, sem margt er til lista lagt, hafi verið í viðtali hjá Agli Helga. 

Eina kvikmyndin sem ég hef horft á oftar en 10 sinnum er Chinatown eftir Polanski. Þar segir leikstjórinn/leikarinn John Huston setningu sem mér finnst að eigi oft við:

,,Politicians, ugly buildings and whores all get respectable if they live long enough."

Ekki víst að þetta eigi við hér og til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá hef ég ekkert vit á heimspeki og ætti fólk að varast að taka mark á þessu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband