10.4.2008 | 11:40
Dylan - næst nóbelsverðlaunin
Bob Dylan var að fá Pulitzer-verðlaun fyrir framlag sitt til menningarinnar. Dylan er stórskáld og síðustu 3 plötur hans eru meistaraverk. Það verður upplifun að heyra hann og sjá í Grafarvoginum í næsta mánuði á hátindi ferilsins. Hann ætti að fá nóbelsverðlaunin frekar en einhverjir dularfullir skáldsögunördar sem fáir lesa, en Svíarnir snobba fyrir.
Hvað er svo að gerast hjá Vegagerðinni? Er þetta orðið einkafyrirtæki? Það eru margir reiðir vegna slyssins á Reykjanesbraut, sem Vegagerðin ber mikla ábyrgð á. Er fólk nokkuð búið að gleyma Grímseyjarferjunni?
Svo er Vegagerðin að reka áróður fyrir hinum mjög svo umdeilda Gjábakkavegi. Er það hlutverk Vegagerðarinnar að reka áróður? Nú eru þeir búnir að fá þreyttan fréttamann sem upplýsingafulltrúa. Svo er einhver veghönnuður að mótmæla áliti færustu vísindamanna um væntanlega eitrun Þingvallavatns. Það þarf að endurskoða lög og reglur um Vegagerðina. En sem betur fer hefur yfirmaðurinn lofað að hætta.
Langar til að benda á að Björn Bjarnason og Össur Skarp. eru í Þingvallanefnd OG í Heimsminjaráði og þeir hafa EKKERT gert til að vernda náttúruna á Þingvöllum. Þetta eru bara bitlingaþegar sem bregðast skyldum sínum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.