Leita í fréttum mbl.is

Skapillt og húmorslaust stórveldi

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með ferðum kínverska ólympíueldsins um Lundúnaborg á BBC.  Kínverjar hafa lagt til öryggisverði í ljósbláum íþróttagöllum sem mynda hlaupandi hring utan um kyndilberann, allt sýstemið hlaupandi.  Minnir á öryggisverði bandaríkjaforseta hlaupa á eftir svartri limósínu hans.  Hugmyndaríkur mótmælandi dulbjó sig sem lögga og mætti með slökkvitæki og sprautaði hvítu skýi á liðið og það varð engin smá panikk og munaði minnstu að kyndilberinn missti kyndilinn.

Segiði svo að það sé aldrei neitt fyndið í sjónvarpinu.  Ég var ánægður með kyndilberann þegar hún sagðist vera ánægð með að hér gæti fólk tjáð skoðun sína og sagðist geta skilið að maðurinn með slökkvitækið teldi þetta rétta leið til að mótmæla hernámi Kínverja í Tíbet. 

Sendiherra Kína í London verður örugglega kallaður heim á morgun og gerður að veðurathugunarmanni í Góbí-eyðimörkinni.  Svo vantar eflaust fólk til að moka upp hina ótrúlegu fornmuni sem hafa verið að finnast á síðustu misserum.  Í mannkynsögunni í gamla daga var fjallað um Kína OG Indland á einni blaðsíðu!  Ætli það hafi eitthvað breyst?

Nú eru Kínverjarnir að reyna að hreinsa loftið í Peking og kenna fólki að bíða í biðröð.  Þeir eru þrjóskir og virðast t.d. ekki ætla að hætta að gera tilkall til Taivan.  Hvað segðum við ef Norðmenn gerðu tilkall til Íslands?  Hver á að ákveða hvort eða hvað tíminn eigi að gilda? 

Lifi Tíbet!  Lifi Þingvallavatn!  Niður með Þórunni!  Lifi vatnið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband