Leita í fréttum mbl.is

Ég var maður ársins 2006

Gaut augunum aðeins á textavarpið í fyrrinótt.  Þar fannst mér vera sú stórfrétt að Time hefði valið Pútin sem mann ársins 2007.  Mogginn, hinsvegar, birti um þetta örfrétt, en blaðið er reyndar ekki þekkt fyrir neitt rússadekur.  Sem fréttaskýrandi tel ég að Mogginn hafi ekki vegið þessa frétt rétt, en það kemur í ljós.

Hef nú ekki öruggar heimildir fyrir því, að herinn eða CIA hafi verið með puttana í þessu, en það hefði verið góð flétta, því að rússneski herinn er farinn að bæra á sér.  Pútin, eða herforingjunum, finnst Bandaríkin sýna yfirgang.  Það farið að nefna nýtt vígbúnaðarkapphlaup.  Þetta val gæti því haft róandi áhrif á Pútin.

Aðalatriði fréttarinnar var þó lokamálsgreinin:  ,,Time valdi þig sem mann ársins í fyrra."  Já, mig!  Það stóð þig.  Hélt fyrst að þetta væri prentvilla, en sá fljótt að það var óhugsandi.  Hver ber eiginlega ábyrgð á því að maður er ekkert látinn vita af þessum mikla heiðri?  Þetta hefði getað breytt stórkostlega mínu lífi.  Mér finnst nú að fjarskiptatækni alþjóðavæðingunnar væri skárri en þetta.  Sennilega er best að biðja Ingibjörgu um að kalla bandaríska sendiherrann á teppið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðileg jól Viðar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband