Leita í fréttum mbl.is

Vælið yfir Istorrent

Einhver ungur maður, sem heldur að hann sé þungavigtar-lögfræðingur, ætlar að breyta heiminum með því að setja lögbann á vefsíðuna Istorrent fyrir hönd höfunda.  Súpermann.  Ég held að hægt hafi verið að semja, a.m.k. hvað varðar niðurhal á íslensku efni.  Nú þegar eru komnar 3 nýjar síður sambærilegar við Istorrent.  Það er erfitt að standa á móti straumnum.

Á hverjum tíma eru hundruðir milljóna að hlaða niður efni af netinu og torrentarnir skipta hundruðum ef ekki þúsundum.  Dýrustu nettengingum hjá Símanum, Vodafone eða Hive fylgir ótakmarkað niðurhal, en það er lítið gagn í því vegna þess að hraðinn er svo lítill að það nenna fáir að standa í einhverju miklu niðurhali frá útlöndum.  Fyrirtækin nota síur til að draga úr hraðanum, en viðurkenna það auðvitað ekki

Þetta er ástæðan fyrir því að 26 þúsund manns eru í Istorrent.  Þar er um að ræða innlent niðurhal sem er ótakmarkað og hraðinn getur verið 50-60 sinnum meiri þegar best lætur.  Það getur tekið á annan sólarhring að hala niður bíómynd, en kannski 50 mínútur á Istorrent, hvort sem það er löglegt eða ólöglegt.  Vilji fólk ná í efni frá útlöndum mætti benda á:

Mininova.org - með ca. 190.000 torrenta.  The Pirate Bay - með yfir 600.000 torrenta.   Isohunt.com - með yfir 450.000 torrenta.  Þá er rétt að nefna Torrentscan.com, sem er leitarvél sem leitar í öðrum leitarvélum. 

Ungi maðurinn, sem virðist ekki ganga heill til skógar, lét í ljós löngun til að hringja heim til foreldra allra í Istorrent og láta vita að börnin væru að gera ljótt.  26.000 símtöl á kosnað höfunda.  Hann talar um sjóræningja og þjófa.  Það er ekkert sem stöðvar tímann eða tæknina.  Flestir eru líklega búnir að gleyma kassettunum sem á stóð að menn væru glæpamenn ef þeir tækju upp tónlist á þær. Þá er ekkert minnst á þá skatta sem búið er að leggja á óátekna geisladiska handa aumingja höfundunum.

Enn skal bent á það, að hljómsveitin Radiohead hagnaðist meira á því að leyfa fólki á ráða hvort eða hvað það vildi borga fyrir nýju plötuna á netinu, en sjálfur Bruce Springsteen með því að vera á toppi bandaríska vinsældalistans.

Sjóræningjar og þjófar, jú,jú, þessi ungi maður ætti nú að reyna að fá hljómlistarmenn til að hætta að svíkja undan skatti, telja nú fram hverja krónu af nýárstónleikum, jólatónleikum, frostrósatónleikum, einhver var að tala um 120 milljóna veltu.  Svo er það náttúrulega plötusalan.  Það hefur oft verið gert grín að vinnukonuútsvörum sem þessir kallar eins og Bubbi hafa oft borgað.  Tannlæknarnir eru auðvitað hinir klassísku, svo nótulausu iðnaðarmennirnir, en svo koma hljómlistarmenn, vælandi yfir Istorrent.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband