Leita í fréttum mbl.is

Vegagerðin á villigötum.

Eins og allir ættu að vita, mun fyrirhugaður Gjábakkavegur setja náttúruundrið Þingvallavatn í stórhættu að dómi vísustu manna.  Ómar Ragnarsson setti á dögunum fram tillögur um vegabætur sem gert gætu sama gagn og vegurinn.  Birtist þá ekki á síðum dagblaðanna enn einn útbrunninn fréttamaður, sem orðinn er upplýsingaeitthvað, og nú hjá Vegagerðinni.  Hann var auðvitað orðinn sérfræðingur í samgöngumálum eftir fyrsta daginn í vinnunni.  Hann mælti eindregið með veginum og að þeir ætli að fylgjast voða vel með vatninu.

Hvað er Vegagerðin að reka áróður í svona viðkvæmu og mikilvægu máli?  Hvað kemur Vegagerðinni þetta við?  Hún er bara verktaki sem á að gera eins og henni er sagt.  Held að þeir ættu að halda sig við að ræða Grímseyjarferjuna.

Júlíus Valsson minntist á það hér á blogginu nýlega að fundist hafi mikið kvikasilfur í Þingvallaurriðanum og sagði að hugsanlega væri þetta vegna afrennslis frá Nesjavallavirkjun í vatnið.  Ekki hafði maður hugmynd um það.  Verður ekki að rannsaka þetta?

Hvað segir urriðamaðurinn mikli, Össur, við þessu?  Hann er því miður í Þingvallanefnd, sem ekkert gagn gerir við að vernda Þingvelli, ekki eitt einasta orð um þessa háskalegu vegagerð inni í þjóðgarðinum.

ATH. NÝTT NOTENDANAFN:  vidarjonsson.blogg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband