Leita í fréttum mbl.is

Oftúlkun?

Ég rak augun í stórfrétt á vefsíðu Moggans í kvöld og fyrirsögnin var: Öryggisráðið fundar vegna Mýrarinnar. 

Jæja, þá er Baltasar Kormákur búinn að slá í gegn.  En það hlýtur að vera eitthvað meiriháttar vesen í uppsiglingu þegar Öryggisráðið er farið að gagnrýna bíómyndir.  Hef ekki séð Mýrina, en það hljóta að vera einhverjar rosalega djarfar senur í henni eða þá brandarar um Islam.  Ef til vill finnst þeim plakat myndarinnar ömurlega venjulegt.  Eða þá að þeim finnst að taka verði einhverja listræna áhættu þegar menn eiga seðlaprentsmiðju.  En er ekki illt umtal skárra en ekkert umtal?  Já, það blasti ekki alveg við hvernig ætti að túlka þetta.

En viti menn!  Allt í einu hrekkur sjónin í mér í fókus og þá stendur í Mogganum:  Öryggisráðið fundar vegna Myanmar.  Og þá skall á grár hversdagsleikinn, enn einu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband