Leita í fréttum mbl.is

Sætt er sameiginlegt skipbrot.

Ég nefndi það hér um daginn hve það væri mikil lukka að fá kransæðastíflu en ekki lifrarbólgu C.  Það er vegna þess að afstaða heilbrigðiskerfisins (og almennings?) til þessara tveggja sjúkdóma er gjörólík.  Sé það hjartað, þarf maður helst að fara huldu höfði því það er ekki friður fyrir þeim sem vilja allt fyrir mann gera, en sé það lifrin, stendur fólk eitt í t.d. 48 vikna meðferð á mjög sterkum lyfjum sem fylgja erfið andleg og líkamleg veikindi, og svo eru batalíkurnar e.t.v. undir 50%! 

Ég er ekki kominn til himna, en er á himneskum stað, Reykjalundi.  Þar er ótrúlega öflug starfsemi sem miðar að því einu að auka lífsgæði fólks.  Þar eru hjartasjúklingar (auðvita taldir upp fyrstir), fólk sem finnst hversdagsleikinn of grár, fólk sem hefur lent í vítahring vegna matarfíknar, fólk sem hefur fengið heilablæðinu, fólk sem hefur orðið fyrir slysi o.s.frv.  Mér líður eins og að ég væri fluttur heim til mömmu, það er passað upp á allt fyrir mann, maður er rekinn til að gera allt sem hefur verið trassað og maður er sendur snemma í háttinn.  Sem sagt, himneskt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband