Leita í fréttum mbl.is

Ber og rjómi eða rakettur.

Gerði ekkert menningarlegt, hvorki í dag né í kvöld.  Ákvað að fara upp í sveit til að losna við þessa menningu í lofttæmdu umbúðunum. en ég mundi þá missa af rakettunum.  Ég er með ferðafóbíu og fer ekki ótilneyddur upp í Breiðholt.  En ég trúi á mannsandann og framfarir og því varð fyrir áfalli þegar ég rak mig á að ekki er hægt að komast frá Reykjavík fyrir endalausum hringtorgum.  Ég hélt að markmið Vegagerðarinnar væri að gera vegi greiðfæra, en þeir eru kannski alveg komnir út í samgöngur á sjó?  Hver húsaþyrping virðist eiga sitt hringtorg og í Mosfellssveit er allt gert til að torvelda umferð.  Er hin tilgangslausa Umferðarstofa með puttana í þessu, þeir sem telja hættulegt að aka á 100 á malbiki í blíðu?  Lífið er varasamt.  Það verður að sekta ökufanta svo þeir finni fyrir því, en ekki láta þá stjórna hönnun umferðarmannvirkja.  Hvað ætli að verði mörg hringtorg á Sundabrautinni?

Í sveitinni fékk ég ber og rjóma og ef að menn halda að lífið verði eitthvað betra en það, þá er það misskilningur.  En það skyggði örlítið á að ég myndi ekki sjá raketturnar, en það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að horfa á þær.  Það voru sannarlega tímamót þegar Kínverjarnir fundu upp púðrið.  Á 12.öld byrjuðu þeir að sprengja, m.a. til að reka burt illa anda.  Hvað annað?

Sem ég bruna í gegnum Tíðaskarð á heimleiðinni birtist mér ekki rakettusjóið.  Ég stöðva auðvitað strax bílinn og stari.  Úr þeirri fjarlægð var þetta eins og stór loftbelgur með skrautsýningu innan í.  Sæluhrollur.  Ég á ennþá eftir að fara í pílagrímsferð til Madeira í Portúgal, en þar verður dýrðin mest þegar nýtt ár gengur í garð.  En ég fer aldrei aftur út úr bænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband