Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Vonbrigði með Dylan-hljómleikana

Fór að sjálfsögðu að sjá og heyra minn uppáhalds tónlistarmann (hver fann eiginlega upp þetta ömurlega orð ,,söngvaskáld"?). Ég var á sæmilegum stað og fannst bandið auðvitað hörkugott, mikið rokk og sándið fínt. Dylan spilaði bara á hljómborð, og náttúrulega á munnhörpu, en ég saknaði gítarsins ekkert þótt hann sé frábær gítarleikari eftir 50 ára æfingar.  Trommarinn alveg rosalegur. Þeir hefðu geta verið tveir einir, hann og Dylan.

En sándið á söngnum var alveg glatað. Þetta var bara urg og vonlaust að heyra texta þótt maður þekkti vel lögin. Þetta lagaðist aðeins þegar þeir drógu úr rokkinu og tóku nokkur róleg lög af nýjustu plötunum. En þetta hlýtur að hafa átt að vera svona, því ekki vantaði græurnar og 30 manna starfslið, að því er sagt var. Mér fannst þetta synd því Dylan er mjög góður söngvari.

Ég fór um daginn að hlusta á Rufus Wainwright, þann fína söngvara, hann var einn í Háskólabíói. Þar var ótrúlega góður hljómur, maður heyrði alveg ofan í lungu á honum. En ef til vill er þetta ekki sambærilegt.

En auðvitað gaman að sjá verðandi nóbelsverðlaunahafa, meistara Bob Dylan.

 


Höfundur

Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband